hverjir verða meistarar
KR eða Fylkir. fylkismenn eru að spila miklu miklu betri bolta en KR, því getur enginn neitað en spurningin er hvort það sé nóg. KR-ingar eru búnir að vera heldur daufir í allt sumar og verið að vinna sigra með einhverju einu marki og virðist sem þeir eigi í erfiðleikum með að skora (þó ekki eins miklum erfiðleikum og skaginn). Fylkir hins vegar eru búnir að vera að spila blússandi sóknarbolta og unnu keflvíkinga, sem hafa lagt KR-inga af velli þrisvar, 4-0 og fóru hreinlega á kostum. mér finnst Fylkismenn eiga það miklu meira skilið en nokkurn tímann KR að verða meistarar en KR er meistari og meistaraheppni er eitthvað sem hefur oft náð í titla.