Ísland og Ungverjaland mættust í undankeppni HM á Laugardalsvellinum áðan, 4.júní, en leikurinn byrjaði 18:05.
Eiður Smári byrjaði leikinn með marki en Ungverjar svöruðu í lok fyrri hálfleiks með marki úr víti sem Zoltan Gera skoraði, að mínu mati áttu þeir vítaspyrnuna ekki skilið en dómarinn var á öðru máli. Þegar kortér var liðið af seinni hálfleik þá skoruðu Ungverjar annað mark úr vítaspyrnu og aftur var það Zoltan Gera, en þá fékk Ólafur Örn Bjarnason rautt spjald fyrir brot, sem ég missti af vegna þess að ég var að horfa á einn af boltastrákunum sem datt í gegnum auglýsingaskilti.
10.mínútum eftir seinna mark Zoltan Gera þá skoraði Kristján Örn Sigurðsson jöfnunarmark Íslendinga. En 5.mínútum seinna var sigurmark Ungverja skorað, en þar var á ferð Szabolcs Huszti en hann renndi boltanum framhjá Árna Gaut, eftir að Íslendingar höfðu tekið hornspyrnu en því miður náðu Ungverjar að komast þar í skyndisókn.
Leiknum lauk 3 - 2 fyrir Ungverjum.
Næsti leikur Íslendinga verður þann 8.júní í Laugardalnum.