
Marel Baldvinsson bætti öðru marki við þegar 7 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en hann spilaði frammi í leiknum með Bjarna Guðjónssyni fyrirliða. Búlgarar minnkuðu muninn skömmu síðar í 2-1. Baldur Aðalsteinsson, ÍA, kom Íslandi í 3-1 með góðu marki á 67. mínútu, Búlgarar minnkuðu aftur muninn á síðustu mínútu leiksins, en þar við sat. Skömmu áður en flautað var til leiksloka var einum leikmanni Búlgaríu vísað af leikvelli, fékk sitt annað gula spjald. Góður 3-2 sigur á Búlgörum staðreynd og íslenska liðið hefur nú náð að rétta hlut sinn í riðlinum eilítið, er með átta stig eftir sjö leiki.
A-landslið þjóðanna leiða saman hesta sína á Laugardalsvelli á morgun kl.18:00. Hermann Hreiðarsson (á mynd) verður í byrjunarliði Íslands en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Ég hvet ykkur eindregið til að mæta á leikinn. Sjáumst þar!