Fréttir frá Spáni herma að Man Utd sækist eftir Portúgalanum Sergio Conceicao, miðjuleikmanni Parma. Hann er víst eitthvað ósáttur á Ítalíu, kallinn, og Ferguson vill fá hann. Það vilja hins vegar Juventus og AC Milan líka þannig að það verður fætingur. En ef hann er óánægður á Ítalíu ættu Skumsararnir að hafa séns. Drengurinn setti hat-trick á móti Þjóðverjum á Evrópumótinu í fyrrasumar svo hann myndi væntanlega vera titlaður framsækinn miðjumaður. Talað er um ca sex millur fyrir strák (24 ára)sem eru smáaurar nútildags.
Svo lítur allt útfyrir að Kieron Dyer fari til Skums og Yourke í staðinn, Sheringham farinn og Fortune fer, Nistelroy kominn og hugsanlega Thuram (og Conceicao). Þessu einvalaliði spái ég fjórða sæti og þeir verða með í Evrópukeppni félagsliða 2002-3.