Randaflugusögurnar fljúga um leikmenn á faraldsfæti í Englandi og víðar. Ein ný er að David O´Leary sé að undirbúa boð í Michael Ball, varnarmann Everton. Hann getur verið miðvörður og vinstri bakvörður og svo er hann bara tuttuguogeins og býsna góður. Vitað er að Bolton og Leicester vilja hann en þó er ólíklegt að Leeds pungi út 8 millum eins og Everton vill. Jafnvel er talið að Jason Wilcox verði settur uppí en hann fær voða lítið að vera með þar sem Kewell er orðinn heill. Ég vil alveg halda Wilcox, hann er þrælgóður en ég ræð ekki neinu á Elland Road.
Rio Ferdinand og Dominic Matteo hafa opinberlega sagt að þeir vilji að O´Leary versli Frank Lampard, sem virðist heitasti leikmaðurinn sem vitað er að fer á Englandi. Nú hefur líka David Batty sagt það sama en fullt af liðum eru á eftir Lampard. West Ham er aðalvesenið en þeir vilja einhverjar 14 millur sem fáir vilja borga (engir ennþá).
Gary Kelly, sá er lengst hefur verið hjá Leeds af núverandi leikmönnum, fær ágóðaleik nk nóvember. Hann er samt aðeins 26 ára en kom frá Drogheda?? fyrir 10 árum. Spekúlasjónir hafa verið um framtíð hans hjá liðinu því Danny Mills hefur staðið sig svo helvíti vel í vetur, en hún virðist trygg því fyrir ári framlengdi hann samning sinn. Í honum var einmitt þessi klásúla um ágóðaleik í haust sem gefur smá vasapening fyrir strákinn.
Svo var nýlega verið að halda því fram að Real Madrid hefði slengt fram tilboði upp á 25 millur í Viduka. Peter Ridsdale, stjórnarformaður sagði bara; “Viduka er í fríi, einhversstaðar á ferðalagi. Hann vill vera og verður ekkert seldur”. Punktur og basta og ekkert moj.