Staðan í riðli Íslendinga Danir unnu Tékka 2:1 í riðli okkar Íslendinga á Parken í dag. Markahrókurinn Edde Sand skoraði fyrir heimamenn á 6. mínútu en Roman Tyce jafnaði á 40. mínútu. Það var svo Jon Dahl Tomasson sem reyndist verða banabiti Tékka, en hann skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Búlgarar sigruðu Norður-Íra 0:1 í Belfast og komust þar með á topinn í riðlinum, sem er orðinn æsispennandi.
Georgi Ivanov skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu.

Íslendingar leika gegn toppliði riðilsins, Búgaríu, sem hafa nú 13 stig og mæta á Laugardalsvöllinn á miðvikudag. Danir hafa nú 12 stig og eru eina taplausa liðið í riðlinum. Tékkar er dottnir niður í þriðja sætið með 11 stig og Íslendingar koma svo í fjórða sæti með sín níu stig eftir 3:0 sigurinn á Möltu. Norður-Írum gengur ekki sem skyldi en þeir hafa fjögur stig og Malta hefur eitt stig eftir óvænt jafntefli við Tékka.