Barcelona ætlar að fá alex ferguson eftir að hann hættir hjá man utd.
Eftir að fyrsta tilboð hans var hafnað, ætlar forseti Barcelona, Joan Gaspart, aftur að reyna að nýta sér kuldann í samskiptum Sir Alex og stjórnar United með því að gera hann að launahæsta stjóra heims á Nou Camp, auk þess að vonast eftir því að hann fresti starfslokum sínum.
Eftir að Ferguson hafnaði seinasta tilboði Barca snéru þeir sér að Ítalanum Fabio Capbello, en hann ætlar að halda áfram hjá Roma.


Forráðamenn United hafa lýst því yfir að þeir muni gera allt sem í þeirra valdi standi til þess að halda Sir Alex á Old Trafford, og á föstudaginn fyrir viku var haldinn fundur þar sem farið var yfir stöðu mála.
Ferguson var lofað starfi auk peninga til leikmannakaupa í sumar.