Bjarni Geir Viðarsson ÍBV meiddist illa í leiknum gegn Fram og þurfti að flytja hann burt með sjúkrabíl og farið rakleiðis með hann á sjúkrahús. Töluverðar tafir urðu á leiknum vegna þessa og voru 7 mínútum bætt við í uppbótartíma sem sýnir kanski hvað meiðslin voru alvarleg. Meiðsli Bjarna Geirs Viðarssonar eru mun alvarlegri en menn héldu í fyrstu. Bjarni Geir brákaði bein í sköflungnum og auk þess þá rifnuðu liðbönd í öklanum. Bjarni má ekki stíga í fótinn í einar 8 vikur og því er það ljóst að tímabilið hjá þessum frábæra fótboltamanni er á enda einungis þegar 3 umferðir eru búnar af mótinu.
Þetta er áfall fyrir ÍBV en í þessum þremur leikjum hefur Bjarni spilað sem bakvörður, miðjumaður og vængmaður. Bjarni verður bara að hvetja sína menn úr stúkunni í sumar.
Þetta voru ekki einu alvarlegu meiðslin í þriðju umferðinni því að Ómar Valdimarsson fyrirliði Fylkis spilar ekki meira með í sumar eftir meiðsli í leiknum gegn Val.