Maður getur ekki orða bundist lengur eftir að hafa horft upp á framkomu Guðjóns Þórðarsonar fyrrverandi landsliðsþjálfara og er maður gjörsamlega búinn að missa alla virðingu fyrir kallinum.
Hann byrjaði sumarið á því að koma til Keflavíkur en Keflvíkingar þurftu að bíða í nokkrar vikur eftir kappanum en hann var víst úti í Englandi að leita sér að betra félagi til að vera hjá. Í viðtali sem tekið var við hann í Íslandi í dag sagði hann að honum hefði verið boðið starf knattspyrnustjóra hjá 2-3 félögum en hann hafnaði þeim til þess að koma og þjálfa Keflavík. Síðan tveimur dögum fyrir fyrsta leik leiktíðarinnar riftir hann samningnum og segir ástæðuna vera “faglegur og fjárhagslegur ágreiningur”. Óttaleg klisja finnst mér.
Í viðtalinu í Íslandi í dag sagði hann að hann hefði ekki átt fund með stjórnendum neins ensks knattspyrnuliðs á meðan hann var úti í Englandi að leita að leikmönnnum fyrir Keflavík. Var hann á Englandi í nokkra og hann þvertók fyrir að hafa átt í viðræðum við enskt lið þrátt fyrir að birtar hefðu verið fréttir sem sögðu hann á fundi með stjórnendum Notts County.
Og nú örfáum dögum síðar er Guðjón búinn að skrifa undir þriggja ára samning við 3. deildarliðið Notts County. Persónulega finnst mér mjög ólíklegt að hann hafi talað við þá í gær og skrifað undir samning í dag.
Þessar “faglegu og fjárhagslegu” ástæður þess að Guðjón hætti hjá Keflavík eru bara kjaftæði. Hann vill bara vera stjóri í Englandi og skilur eftir félagið um leið og eitthvað “betra” gefst.
Nú skulum við bara öll vona að Guðjón Þórðarson verði rekinn frá Notts County fljótlega og taki sig saman í andlitinu.