Topplið Símadeildarinnar, Valur, hefur fengið rúmenskan vinstrifótar miðjumann sem samkvæmt pappírunum á eftir að verða þeim drjúgur í sumar. Stanici Constantin er 31 árs, á að baki 8 A-landsleiki fyrir Rúmena og hefur skorað 60 mörk í rúmensku 1. deildinni en hann hefur leikið með Sportul Studentese í Rúmeníu. Þá lék hann með liði Minnesota í Bandaríkjunum í þrjú ár skv. heimasíðu Vals.
Útlit er fyrir að þrír aðrir leikmenn verði tilbúnir í leikmannahóp Vals fyrir leikinn gegn ÍA en þeir hafa verið meiddir. Það eru Jakob Jónharðsson, Stefán Þórðarson og Zoran Stosic.