FIFA úrskurðar Davids og Couto í keppnisbann. Landsliðsmennirnir Edgar Davids frá Hollandi og Fernando Couto frá Portúgal hafa verið úrskurðaðir í keppnisbann, af Alþjóða knattspyrnusambandinu. Þeir urðu uppvísir af notkun ólöglegra lyfja, er steralyfið nandrolone fannst í þvagi þeirra, er þeir voru lyfjaprófaðir eftir leiki í ítölsku deildinni.

Leikbannið tekur strax gildi, en ítölsk knattspyrnuyfirvöld munu svo endanlega ráða örlögum þeirra. Þetta þýðir að leikmennirnir geta ekki leikið með þjóðum sínum í undankeppni HM, 2. og 6. júní. Knattspyrnusamband Evrópu mun taka mál Frank de Boer fyrir þann 14. júní.

-af www.mbl.is-

(áfram ac)