Ég er harður Manchester United stuðningsmaður og er algjörlega á móti þessari yfirtöku einhvers Kana á bezta fótbolta liði í heimi (að mínu mati).
Það sem er öðruvísi við þessa yfirtöku en Abrahamovich hjá Chelsea, er að Man Utd á ekki í fjárhagsörðuleikum, ekki eins og Chelsea forðum. En eftir þessi kaup Glazer, þá skulda Man Utd fullt af peningu, enda tekur hann margar milljóna punda lán fyrir þessu kaupum. Einnig hefur Glazer ekki vit á fótbolta, eins og flestir Ameríkanar. Svo rakst ég á merkilega frétt á http://www.visir.is/?PageID=92&NewsID=41350
Svo virðist sem íslenskir bankar hafi verið að taka þátt í að miðla hlutabréfum til þessa manns.

Ég hef miklar áhyggjur af framtíð Man Utd, kannski fer það sömu leið og Leeds forðum. En ég ætla að standa við mitt lið, sama hvað gerist, jafn vel þó að það endi í 3 deild.

Svo er annað sem er uggandi við þessi kaup, að Glazer er bara í þessu fyrir peningana, lítur á þetta sem hverja aðra fjárfestingu. Það er náttúrulega ekki gott mál, enda er fótboltalið ekki viturleg fjárfesting. Ég skil ekki alveg þessi kaup útfrá viðskiptalegu sjónarhorni. Til þess að fótboltaliði gangi vel þarf að eyða gífurlegum fjárhæðum, bæði í leikmenn og aðstöðu.
Manchester United er stærsta og arðbærasta lið í heiminum, vegna þess að eigendur þess hafa eytt gífurlegum fjárhæðum í það. Glazer virðist ætla að taka alla peningana útúr félaginu og eyða engu í leikmenn og selja hvern sem er ef hann fær ásættanlega upphæð fyrir hann. Þetta gengur ekkert upp í fótbolta, því um leið og liðinu fer að ganga verr fækkar aðdáendunum en þeir eru undirstaða liðsins.
Án aðdáenda er knattspyrnulið ekki neitt.

James Lawton í The Independent
Glazer not only acquired Manchester United. He also announced, for those who did not know, that every dream and passion in English football is up for sale


Ég vona bara að þetta blessist allt og kröftug mótmæli fólks í Manchester borg breyti einhverju og að hann eyðileggi ekki liðið.