Fram að þessu hefur það verið talið líklegast að Sol Campbell færi til Arsenal, þar sem hann hefur sagt að honum líki vel að búa í London og vildi helst ekki flytja þaðan, en nú er það komið á hreint að hann fer ekki til Arsenal, og neyðist því að flytja.
Arsene Wenger er ekki tilbúinn til þess að borga einum leikmanni 100.000 pund á viku, og segir að maður geti búið til stóran klúbb án þess að koma honum á hausinn.
Þetta eru væntanlega mikil vonbrigði fyrir Arsena, Sol Campbell og stuðingsmenn Arsenal.
En nú þykir líklegast að hann fari til Liverpool eða Man. Utd. og þá frekar Liverpool þar sem sir Alex Ferguson hefur takmarkaðan áhuga á honum, og vill frekar fá Kieron Dyer eða Lilian Thuram.