Chelsea eru vel á veg komnir með að ná Emmanuel Petit aftur í Ensku úrvalsdeildina, en þeir þurfa að borga um 6,5milljónir punda fyrir hann, en einnig er það sagt að Arsenal hafi áhuga á því að fá hann til sín á ný.

Fréttir herma að umboðsmaður Sol Campbell sé í Milano og ræði þar við forráðamenn Inter Milan, sem eru tilbúnir að bjóða honum 3 ára samning að andvirði 5.5milljóna punda, sem eru um það bil 35þúsund pund á viku.
Campbell hefu ítrekað neitað því að peningar hafi verð ástæðan fyrir því að hann hafnaði tilboði Spurs, og að þær fregnir um að hann hafi farið fram á 100-130pund á viku séu tómt bull.

Frank Lampard er eftirsóttur, en Leeds, Aston Villa og Chelsea hafa öll lýst yfir áhuga á honum.
West Ham höfnuðu á dögunum 12milljóna boði sem að öllum líkindum kom frá Aston Villa, þannig að það er augljóst að þeir meta hann mikils.

Meira Seinna ;)

Kveðja
H.Þ.H.