Ronaldo de Assis Moreira, betur þekktur sem “Ronaldinho Gaúcho” og enn betur þekktur sem einfaldlega Ronaldinho fæddist þann 21. mars árið 1980. Ronaldinho nafnið þýðir í raun Ronaldo yngri. Það má segja að fótboltinn renni um æðar Ronaldinho en faðir hans Joao var mikill knattspyrnuáhugamaður og náði að verða atvinnumaður á með fjölskyldan bjó enn í fátækrahverfum Porto Alegre.

Móðir hans var hjúkrunarkona en faðir hans vann tvö störf til að vinna fyrir þremur börnum á heimilinu.

Það var bróðirinn Roberto sem vakti áhuga Ronaldinho á knattspyrnu og skráði drenginn í Gremio aðeins sjö ára gamlann. Liðið er staðsett stutt frá heimili fjölskyldunnar og því ekki óeðlilegt að félagið yrði fyrir valinu.

Roberto var góður knattspyrnumaður sem vann marga titla með Gremio de Porto Algere á meðan faðir þeirra starfaði við að leggja bílum í aukavinnunni. Roberto varð ekki aðeins landsliðsmaður Brasilíu heldur einnig fyrirmynd Ronaldinho og hans helsta átrúnaðargoð.


En það þegar Ronaldinho var átta ára bar dauðinn að dyrum og tók föðurinn á heimilinu en hann drukknaði í sundlaug heimilisins sem Gremio hafði gefið fjölskyldunni. Þetta var eðlilega mikið áfall fyrir fjölskylduna sem tók mikið á fyrir fjölskylduna að komast yfir.

Eftir þetta æfði Ronaldinho öllum stundum til að sýna að faðir hans hefði rétt fyrir sér þegar hann sagði stoltur: “Þú verður bestur”.

Ronaldinho lék með unglinga og barnaliðum Gremio og sýndi strax hvílíkri tækni hann bjó og býr yfir á fyrstu stigum og sýndi mikinn styrk sérstaklega í innanhússknattspyrnu þar sem tækni er hvað mikilvægust. Gremio sá strax að þarna var undrabarn á ferðinni og vildi gera hvað sem er fyri strákinn og fjölskyldu hans. Hún þáði að lokum glæsilegt einbýlishús til að tryggja það að Ronaldinho yrði áfram hjá liðinu.

Á sama tíma lagði Roberto skónna á hilluna og gerðist stoð og stytta hans hann varð ekki aðeins ráðgjafi og umboðsmaður leikmannsins heldur einnig föðurímynd.

Þetta ár varð Ronaldinho heimsmeistari í U-17 árs landsliða í Egyptalandi þar sem hann var markahæstur og besti leikmaður keppninnar. “Miðjumaður með hjarta sóknarmanns” var lýsingin á Brassanum sem útskýrir það að hann hefur aldrei skorað mikið af mörkum heldur verið meira í að skapa fyrir aðra.


Tveimur árum seinna fékk Ronaldinho þá 19 ára sinn fyrsta tækifæri með Gremio sem hann nýtti vel og skoraði 14 mörk í 15 leikjum. Hann var einn af driffjöðrunum í liðinu sem vann bæði deild og bikar heima fyrir þetta ár.

Í kjölfarið var hann valinn í landsliðið í fyrsta skipti. Þann 26. júni spilaði drengur gegn Litháum í 3-0 sigri síðan hefur hann spilað 39 leiki og skorað 13 mörk.


Það var á Copa-America sem Ronaldinho stimplaði sig inn sem landsliðsmann og var fékk þann djöful að draga sem var að vera efnilegasti leikmaður Brasilíu frá því að Pele spilaði á HM 1958.

Mörg lið voru þegar farin að skoða Ronaldinho á þessum tíma og mörg tilboð bárust í hann. PSV bauð 5 milljónir punda í hann en því var hafnað sem og öllum öðrum tilboðum.

En allt er í heiminum hverfult og að því komst Ronaldinho þegar hann fór á Ólympíuleikana í Sidney þar sem allir bjuggust við sigri þeirra gulklæddu. En Brassarnir duttu út eftir tap í fjórðungsúrslitum gegn þáverandi Ólympíumeisturum Kamerún.

Við komuna til baka vildu allir fá leikmanninn en tvö lið sýndu honum mestann áhuga. PSV hélt áfam að skoða hann ásamt PSG frá Frakkland og urðu það hinir síðarnefndu sem unnu slaginn. Reyndar var þetta ekki gert í mikilli sátt við Gremio sem vildu miklu meiri peninga fyrir hann en raun bar vitni.


5 milljónir punda varð á endanum kaupverðið, 10 sinnum minna en Gremio vildu! En samningur Ronaldinho var að renna út um sumarið og hann fór í janúar árið 2001. Ekki er ýkja langt síðan Ronaldinho sagðist geta farið óáreittur um stræti Porto Alegre vegna ósætti stuðningsmanna við hann.

Stuttu áður hafði Ronaldinho unnið Copa America og mark hans gegn Venezuela var þvílík snilld að það var þá og þegar skráð í sögubækur. Þá vippaði hann boltanum yfir varnarmann áður en hann stakk sér framhá honum og þrumaði svo boltanum í netið.

Í París óx Brassinn ungi ekki aðeins sem knattspyrnumaður heldur einnig sem persóna. Ávallt með mikinn stuðning frá fjölskyldunni og ávalt með sitt bros á vör sem er orðið svo þekkt.

Ronaldinho sýndi mikil snilldartilþrif er hann tók spretti um völlinn sem gerðu áhorfendur orðlausa og hann skoraði 9 mörk í 28 leikjum. Þrátt fyrir að vinna ekki til bikara með PSG var það þarna sem hann kom sér almennilega á framfæri.

“Ég er alltaf að finna upp á einhverju nýju. Framherji verður stanslaust að spinna eitthvað. Markmið mitt er að gera andstæðinginn agndofa. Og það er ekki til betri leið til þess en að spinna áfram og það er ástæðan fyrir því að ég er alltaf að finna upp ný og ný brögð. Ég legg hart að mér og reyni erfiða hluti. Ég get enn lært mikið um það hvernig á að koma andstæðingnum á óvart” sagði Ronaldinho eitt sinn, skælbrosandi.


Hann var að sjálfsögðu valinn í hópinn sem fór til Japan og Suður Kóreu á HM árið 2002. Þar sem hann varð hluti R-anna þriggja Ronaldinho, Ronaldo og Rivaldo. Hinn brosmildi Brassi átti sinn besta leik gegn Englendingum þar sem hann skapaði annað markið en skoraði hitt.

Markið sem leikmaðurinn skoraði var eitt það eftirminnilegasta sem sést hefur!!! Með aukaspyrnu utan af velli sem allir héldu að væri sending inní teig en boltinn byrjaði bara ekki að beygja heldur hélt áfram upp í skeytin, yfir David Seaman markmann Englands.

Að lokum var hann svo rekinn útaf fyrir að sýna Danny Mills sólann sem flestum þótti strangur dómur. Ronnie var því í banni í undanúrslitunum en kom inn í liðið þegar Brasilía lék gegn Þjóðverjum um gullið þar sem Ronaldo átti stórleik og skoraði bæði mörk liðsins. Brasilía varð meistari og Ronaldinho tók að sjálfsögðu skælbrosandi á móti gullpeningnum.


Þegar hann kom aftur til Frakklands hélt hann áfram uppteknum hætti og skoraði 8 mörk í 27 leikjum en töfrabrögð hans og spil var þó það sem mesta athygli vakti. Samband hans við þjálfara PSG, Luis Fernandez var aftur á móti orðið óbærilegt og þurfti hann oft á tíðum að sitja á bekknum.

Ronaldinho sýndi þarna mikið dómgreindarleysi en hann átti við hegðunarvandamál að stríða og var mikið fyrir næturlífið. Hann skrópaði meðal annars í heila viku frá æfingum eftir jólafríið sitt í fyrra en hann sagðist hafa átt i vandræðum með tennurnar á sér. Hann fékk þunga sekt fyrir vikið og undir lokin var ljóst að leikmaðurinn ætlaði sér að komst frá klúbbnum.

Hófst þá mikið stríð um leikmanninn og Manchester United og Barcelona hófu að lokum stríð um kappann. United var talið hafa tryggt sér kappann, en samningaviðræður um kaupverðið gekk brösulega. Á sama tíma var Real Madrid að ganga frá kaupunum á David Beckham.
Barcelona tryggði sér svo loks leikmanninn fyrir 19 milljónir punda þann 20 júlí árið 2003. Ronaldinho var ekki lengi að stimpla sig inn í spænska boltann. Hann skoraði 22 mörk á sínu fyrsta keppnistímabili þar og átti hvern stórleikinn á fætur öðrum.

Barcelona lenti í öðru sæti í deildinni og eftir tímabilið skrifaði hann undir endurbættan samning við liðið sem í var klásúla um að ef einhver vildi kaupa hann, yrði hann að reiða fram rúmlega 100 milljónir punda.

Á tímabilinu sem er í gangi hefur Ronaldinho haldið áfram að spila stórkostlega. Tækni hans, hraði, styrkur og leikskilningur er ótrúlegur og ekki að undra að flestir telji hann besta knatspyrnumann heims. Þannig var hann kjörinn sá besti af FIFA nú í desember og hann hlýtur sama titil hér á Fótbolta.net.

Ronaldinho er og verður í fremstu röð um áraraðir en hann er einungis 24 ára gamall, því má ekki gleyma. Það er hægt að fullyrða að ef hann fer frá Barcelona á næstu árum er aðeins eitt lið sem kemur til greina, Chelsea. Hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn en allir ættu að nota hvert tækifæri sem gefst til að sjá þetta undrabarn leika listir sínar og skælbrosa allan tímann út í heiminn!
acrosstheuniverse