Jæja nú fer fótboltinn að hefjast og maður far að spá hvernig þetta fer.

Ég held að þetta fari svona:

1. Þór. Þeir hafa bætt leikmannahópinn gríðarlega, hafa meðal annars fengið til sín Lárus Orra í vörnina. Og ef þær fara að hætta að gera jafntefli þá vinna þeir þesa deild. Svo unnu þeir náttúrulega Powerade-mótið.

2. Breiðablik. Eru með ungt og efnilegt lið og á held ég að eigi eftir að ná langt með því.

3. Víkingur R. Eru einnig með ungt og efnilegt lið. haf samt sem áður misst marga lykilmenn eins og Sölva og Kára.

4. HK. Þeir síndu í fyrra hvað þeir geta þegar þeir komust í undanúrslit í Visa-bikarnum. Og þeir eru með einn besta markmann deildarinnar. Og með ungt og sprækt lið. Hafa einnig reynsluboltann Hörð Má.

5. Fjölnir. Þeir hafa misst marga lykilmenn (Davíð Rúnarsson fór í Víking, Ívar Björnsson í Fram og útlendingarnir hugsanlega farnir). Þeir byggja þá örugglega lið sitt á ungum leikmönnum.

6. KA. Ég held að KA nái sér ekki á strik þetta sumarið. Þeir hafa þó mjög snögga og góða framherja, þá Jóa Þórhalls og Hrein Hringsson.
En misstu einn sterkasta mann sinn Dean Martin til ÍA minnir mig.

7. Völsungur. Þeir eiga mjög gott lið en ég held samt sem áður að þeir eigi ekki gott sumar.
Ég þekki samt ekki mikið til þeirra. Lentu í 6. sæti sl. sumar.

8. Víkingur Ó. Þeir síndu í fyrra að þeir eru góðir og ég hef trú á að þeir haldi sér í 1. deild. Þeir eru með mjög góðan hóp.

9. Haukar. Þeir eru ekki með neitt gríðarlega gott lið. Töpuðu á móti ÍH fyrir skömmu sem skýrir samt ekki mikið, þar sem þetta var æfingaleikur.

10. KS. Ég held að þeir verði neðstir. Þeir eru í vandræðum með Markmenn. Sá þá spila á móti Þór á Powerade-mótinu og þeir töpuðu mjög stórt 11-1.



_________________