
Svo er Leicester eitthvað að pæla í Ravanelli kallinum. Hann hefur sosum lýst því áður yfir að hann vildi gjarna í enska boltann aftur og myndi sennilega kosta um 2 milljónir punda sem er nú bara gjafverð. Skussar úr varaliðum eru seldir á meiri pening. Hins vegar heimtar hann himinhá laun svo það er nú aðal babbið í bátnum hans Peter Taylor. Derby hefur víst líka áhuga. Ég held að enski boltinn verði ekkert skemmtilegri með Ravanelli innanborðs.