Dregið var í riðla meistaradeildar Evrópu hér fyrr í dag.
Group A:
Real Madrid
Spartak Moscow
Bayer Leverkusen
Sporting Lisbon
Group B:
Lazio
Arsenal
Sparta Prague
FC Shakhtar
Group C:
Valencia
Olympique Lyonnais
Olympiakos
Heerenveen
Group D:
Monaco
Galatasaray
Rangers
Sturm Graz
Group E:
Juventus
Deportivo La Coruna
Panathanaikos
Hamburg
Group F:
Bayern Munich
Paris St Germain
Rosenborg
Helsingborgs
Group G:
Manchester United
PSV Eindhoven
Dynamo Kiev
Anderlecht
Group H:
Barcelona
Milan
Leeds
Besiktas
Það er óhætt að segja að Leedsarar hafi ekki haft heppnina með sér í þessum drætti. Því þeir lentu eins og sjá má í riðli með stórliðunum Barcelona, AC Milan og þurfa ennfremur að skreppa til Tyrklands og eiga við Beskitas. Eins og flestir muna þá keppti Leeds við “hitt” tyrkneska liðið, Galatassaray í undanúrslitum UEFA bikarsins á síðustu leiktíð. Þá voru tveir stuðningsmenn (ofur-bullur) Leeds drepnir af tyrkneskum bullum.
En ljóst er að Englands meistarar Manchester United eiga fremur létt verk fyrir höndum, þar sem þeir lentu í riðli með PSV, Dynamo Kiev og Anderlecht.
Arsenal menn eru hins vegar í tiltölulega sterkum riðli. S.S. Lazio, Arsenal, Sparta Prague og FC Shaktar (Úkraína). En ættu engu að síður að komast áfram, þ.e. ef þeir spila á sínum litla heimavelli, sem er nánast jafn langur og Wembley er breiður!
Nú er að bíða og sjá.