Nú er öllum leikjum í þriðju umferð Símadeildarinnar lokið fyrir utan leik Fram og ÍBV sem fram fer annað kvöld á Laugardalsvellinum. Umferðin hófst á leik FH og KR á ljótum Kaplakrikavellinum. Nýliðarnir í Hafnarfjarðar-mafíunni eru enn ósigraðir í deildinni en þeir lögðu KR-ingana 2-0. Mörkin voru skoruð með aðeins fjögurra mínútna millibili í fyrri hálfleik. Fyrst Atli Viðar Björnsson á 22. mínútu og síðan Jóhann Möller á 26. mínútu. Báðir nýliðarnir, FH og Valur, eru því taplausir því Valur náði jafntefli í Árbænum.

Grindvíkingar unnu sér inn sín fyrstu stig í sumar þegar Blikar kíktu í heimsókn. Þeir unnu 2-1 og vona Grindjánarnir að þeirra menn séu komnir í gang. Skagamenn stöðvuðu síðan “sigurgöngu” Keflvíkinga.



Úrslit leikja í kvöld:

FH - KR 2-0
1-0 Atli Viðar Björnsson (22)
2-0 Jóhann Möller (26)

Fylkir - Valur 0-0

Akranes - Keflavík 2-0
1-0 Grétar Steinsson (13)
2-0 Haraldur Hinriksson

Grindavík - Breiðablik 2-1
1-0 Sinisa Kekic (31)
2-0 Ólafur Örn Bjarnason (45)
2-1 Bjarki Pétursson