Henrik Larsson, framherji Glasgow Celtic, vonast eftir því að stjóri hans, Martin O´Neill, standist allar tilraunir Manchester United til þess að lokka hann í burtu.
Þrálátur orðrómur hefur verið í gangi að undanförnu um að fulltrúar O´Neill hafi hitt yfirmann United, Peter Kenyon, mest megnis vegna þess að vafi leikur á framtíð Sir Alex Ferguson. Það er ekkert leyndarmál að Ferguson hættir sem stjóri United næsta sumar og O´Neill er efstur á óskalista félagsins eftir frábæra byrjun hans á Parkhead.
“Ég vil að hann verði hér því hann hefur unnið frábært starf hjá Celtic til þessa. Það verður alltaf einhver orðrómur í gangi um hann og það starfsfólk sem hann kom með þegar þú stendur þig svona vel. En þetta er stórt félag með 60.000 stuðningsmenn í viku og 50.000 ársmiðahafa og ég veit ekki hvort það sé til stærra félag í heimi,” sagði Larsson.