Juventus eru að reyna að ná í nokkra leikmenn núna.
Dr. Umberto Agnelli hringdi í forseta Inter Moratti og sagði að
Juve vildi fá Vieri, Vieri hefur þegar samþykkt það og eru
klúbbarnir þegar byrjaðir að ráðgast með það, Moratti sagðist líka
vilja fá framkvæmdastjóra Juve Luciano Moggi yfir til Inter. Juve
ætlar að bjóða Vieri samning uppá 2,5 milljarð og er talið mjög
líklegt að Vieri taki því.
Juventus er líka í viðræðum við Parma um Thuram og Conceicao og er
talið mjög líklegt að Thuram spili með Juve á næstu leiktíð, og
síðan vill Renzo Ulivieri fá Fabian O´Neill sem spilaði mjög vel
undir stjórn hans hjá Cagliari en hefur valdið vonbrigðum hjá Juve
í skiptum fyrir Conceicao sem yrðu góð skipti fyrir báða aðila.
Juventus er líka á höttunum eftir Viera eftir að hann lísti framtíð
sína óljósa hjá Arsenal og er varaforseti Juve Bettega að fara á
fund forráðamanna Arsenal um hugsanleg kaup Juve á Viera.
Og svo er það að Juventus og Nedved hafa komist að samkomulagi um
samning en eftir á að semja við Lazio sem er talið mjög erfitt því
Cragnotti vill ekki láta hann fara.
Gattuso hefur framlengt samning sinn við Milan og er því ekki á
leiðinni til Juve eins og talið var til 2005.
Trezuguet hefur líst yfir vilja sínum til að vera áfram hjá Juve og
er það gott en Inzaghi er á leiðinni frá Juve og öruglega í skipti
við Inter fyrir Vieri.