Andy Cole og Dwight Yorke verða að öllum líkindum í byrjunarliðinu þegar United mætir West Ham á Upton Park. Ronny Johnsen er enn meiddur og verður eflaust að láta sér lynda að horfa á leikinn af hliðarlínunni. Mun hinn ungi og efnilegi Ronnie Wallwork taka því taka stöðuna hans Johnsen í vörninni. Denis Irwin er ennþá frá vegna ökklameiðsla sem hann hlaut í eigin góðgerðaleik á móti Manchester City fyrir rúmri viku. Nicky Butt lýkur 4 leikja banni sem hann fékk á síðustu leiktíð. Og Roy Keane leikur sinn síðasta leik áður en hann afplánar 3 leikja bannið, vegna rauða spjaldis sem hann fékk í leiknum um Góðgerðaskjöldin.

Byrjunarlið United:
Barthez, G Neville, Stam, Wallwork, P Neville, Beckham, Keane, Scholes, Giggs, Cole, Yorke,
á bekknum:
Solskjaer, Sheringham, Johnsen, Berg, Blomqvist, Fortune, Van der Gouw.