Það fór örugglega ekki framhjá mörgum að Champions league var á þriðjudaginn och miðvikudaginn och þetta var síðasti sénsinn til þess að komast áfram frá 8-liða úrslitunum. Ég horfði á Inter - Milan og Bayern - Chelsea. Áður en ég tala um Inter - Milan leikinn sem að greinin snýst um langar mig bara að segja að það virðist sem að ég var einn af mjög mjög fáum sem að vissi allan tímann að Chelsea mundi komast áfram. Ef að þeir gátu unnið Barcelona fara þeir létt með Bayern og það var það sem að þeir gerðu. Núna eru örugglega einhverjir Bayern aðdáendur sem að lesa þetta, eða réttara sagt Chelsea hatarar að hugsa: “Bayern voru nú ekki langt frá þessu”. Já það er kannski alveg satt því að þeim tókst að skora 2 mörk alveg í endanum í gær en það var bara því að Chelsea voru svona nokkurnveginn búnir að eigna sér sigurinn og vissu að þeir mundu vinna léttilega og lækkuðu þess vegna aðeins tempóið í endanum á leiknum. Svo tala ég ekki um vítið á Stamford Bridge sem að var ekkert víti og sá leikur hefði átt að fara 4-1 (hann fór 4-1 í mínum augum). Ég skil í rauninni ekki afhverju það eru fleiri Bayern aðdáendur hérna heldur en Chelsea aðdáendur. Mér er alveg sama um Mourinho og peningana sem að Chelsea á. Ég er bara að hugsa um fótboltann og Eið Smára Guðjohnsen och ég skil ekki hvaða hatur þetta er á honum hér. Ég elska Eið bara því að hann er íslendingur og það er þess vegna að stórum hluta afhverju ég held með Chelsea. Fólk hér á huga segir ekkert annað en að hann sé ekkert svo góður og sé ekkert mikilvægur fyrir Chelsea. Afhverju er ekki verið að hrósa honum. Hérna í Svíþjóð þar sem að ég bý er ekki talað um annað en Juventus, Barcelona og Arsenal och enginn heldur með neinu öðru liði bara útaf því að Zlatan Ibrahimovic er í Juve, Henrik Larsson í Barcelona og Fredrik Ljungberg í Arsenal. Mér finnst einhvernveginn að þetta ætti að vera eins á Íslandi með Eið því að hann er örugglega besti Íslenski fótboltamaðurinn sem við höfum nokkurn tímann átt!! Ég heyri aldrei hvað Eiður er góður af Íslendingum en ég heyri það allan tímann frá Svíum. Þeir eru alltaf að segja “Djöfull var Eiður Smári góður í leiknum í gær. Hann er ekkert smá góður!!”. Ég sá líka þessa Bayern leiki og hann var ekkert smá góður í báðum leikjunum og á skilið hrós!!
Nóg um það!!
Ég var alveg hrikalega spenntur í gær útaf Inter - Milan þar sem að ég hélt pínulítið með Inter því að ég er mikill Adriano aðdáandi!!.
Það var í rauninni aldrei nein spenna í þessum leik en hann var ljótur og ekkert smá ljótur!!
Ég held að 4 leikmenn hafi fengið gula spjaldið þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum. Inter átti mikið af færum en komust samt ekkert í gegnum eina bestu vörn í heimi og bakvið hana var einn af bestu markvörðum sögunar. Dida var svo ótrúlega góður í gær og maður vissi næstum því að Milan voru komnir áfram bara útaf Dida sem að lokaði markinu algjörlega og varði oft mjög vel.
Í þeim fáu færum sem að Milan átti kom Schevchenko og þrumaði boltanum inn með flottum snúningi og 0-1. Eftir þetta gáfust Inter næstum því upp og voru kannski bara að reyna að vinna Milan í seinni hálfleik því að ég veit að það er hlutur sem að þeim langar ótrúlega að gera því að Inter hefur ekki unnið Milan á San Siro síðan 2003!!
Í seinni hálfleik skoruðu Inter. Þetta var mark sem að var ekkert að en dómarinn sá eitthvað skrítið og markið var ógilt. Fyrst voru það Inter leikmennirnir sem voru reyðir en svo voru það Inter aðdáendurnir sem að byrjuðu að kasta vatnsflöskum inn á völlinn. Aðeins seinna byrjuðu þeir að kasta flugeldum eða einhverskonar blysum á völlinn. Dida langaði að byrja leikinn aftur og henti öllum hlutunum af vellinum og langaði svo bara að sparka í boltann!! Þegar hann var að kasta öllu í burtu fékk hann blys á öxlina og það sást hversu vont þetta hlýtur að hafa verið. Leikurinn var stoppaður og allir AC Milan leikmennirnir hlupu af vellinum. Þegar það var verið að reyna að fixa allt (það sást ekki í 1/4 af vellinum útaf reyk) horfði ég aðeins á Chelsea vinna Bayern og þá komst ég í gott skap aftur en eftir það breyttist skapið þegar það var reynt að ljúka leiknum af. Það tókst ekki og strax þegar leikurinn átti að byrja byrjuðu blysin að rigna inn á völlinn aftur. Dómarinn stoppaði leikinn og Milan eru áfram. Ég veit ekki hvort að þessi leikur á eftir að fara 1-0 eða hvort að Milan sé gefið 2-0 eða 3-0 útaf þessu látum. Dida er meiddur en Milan eru komnir áfram!!
Þetta er eitthvað sem að eiðileggur fótboltann og ég varð virkilega fúll þegar ég horfði á þetta!!
Kv. StingerS