David Beckham mun að öllum líkindum bíða með að skrifa undir nýjan samning við Manchester United þar til hann veit hver muni taka við af Sir Alex Ferguson sem stjóri liðsins.
“Mér liggur ekkert á að skrifa undir nýjan samning. Ég á tvö ár eftir af núverandi samningi og ég mun fara mér rólega og hlusta á hvað þeir hafa fram að bjóða. Það verður einnig áhugavert að sjá hver muni verða næsta stjóri liðsins en ég held að stjórnin muni ekki segja mér það.
”Við byrjuðum bara að ræða saman fyrir rúmum 10 dögum og höfum ekkert rætt um peninga. Fólk hefur verið að segja að ég sé að fara fram á að fá 125.000 pund á viku en það er ekki satt þar sem við höfum ekki rætt um peninga. Ég á ekki von á því að nokkuð gerist fyrr en í lok sumars," sagði síðasti móhíkaninn Becks.
Ef Beckham skrifar ekki undir nýjan samning áður en nýja félagaskiptakerfið tekur gildi þá mun verðgildi hans væntanlega lækka um helming og United á þá einnig á hættu að missa hann án greiðslu.