Kóngurinn í Kína
Spurs hafa gefið það út að þeir nái ekki að gera samning við Sol Campbell. Hann hafi hafnað 80.000 punda vikulaunum og vilji 130 þúsund!!! Svo átti samningurinn að vera með þeim fyrirvara að ef Spurs næði ekki inn í meistaradeildina (sjensinn)næsta vetur, mætti hann fara frítt! Mér finnst drengurinn vera farinn að taka sig fullhátíðlega, svei mér þá. Hann er ofsa góður og dobía af liðum á eftir honum, stærstu liðin á Englandi og í Evrópu. Held að Barcelona hafi sagt að þeir væru til í að borga honum 130 þús pund á viku(ca 16 milljónir isl). Þetta er nú bara að verða brandari þessi bisniss.