
Í Garðabæ sótti KR Stjörnuna heim og unnu gestirnir leikinn örugglega með þremur mörkum gegn engu. Hólmfríður Magnúsdóttir kom gestunum yfir á 26. mínútu, Olga Færseth skoraði tíu mínútum síðar, og hún bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki KR undir lok leiksins.
Fyrsta alvöru burst kvennadeildarinnar varð úti í Eyjum, þar sem Eyjastúlkur völtuðu yfir FH með níu mörkum gegn einu, þar sem níu mörk litu dagsins ljós í síðari hálfleik. Mörk ÍBV skoruðu Bryndís Jóhannesdóttir, 2, Nicky Grant, 2, Íris Sæmundsdóttir, 3 og þær Lind Hrafnsdóttir og Pauline Hamill sitt markið hvor. Inge Heiremans skoraði mark FH.
Segja má að Grindvíkingar hafi unnið þrjú lið í einum og sama leiknum, þegar þær sigruðu sameinað lið Þórs, KA og KS, 3:2. Jennifer Henley, Elín Heiður Gunnarsdóttir og Ólína Viðarsdóttir skoruðu mörk Grindvíkinga, en Kristín Gísladóttir og Karen Birgisdóttir fyrir Þór/KA/KS.