Gianluigi Buffon fæddist 28.janúar árið 1978 í Carrara og því er hann 26 ára gamall í dag. Buffon mun hafa fundist leiðinlegt að hlaupa og því ákvað hann að gerast markvörður. Árið 1995 þegar að hann var aðeins 17 ára lék hann sinn fyrsta leik í Serie A með Parma þegar að liðið gerði markalaust jafntefli við AC Milan.

Hann sló Luca Bucci út úr markinu hjá Parma og lék alls 168 leiki með liðinu. Árið 1999 var hann í liði Parma sem að sigraði ítalska bikarinn og Evrópukeppni Félagsliða. Hann lék alla leiki Parma tímabilið 2000/2001 en um sumarið yfirgaf hann liðið.

Verðmiðinn (um 33 milljónir punda) gæti hafa fælt Barcelona frá en Juventus sló hinsvegar til og keyptu Buffon fyrir þessa upphæð til að leysa Edwin van der Sar af í markinu.

Buffon lék sinn fyrsta leik í með ítalska landsliðinu í undankeppni HM 1998 þegar að hann kom inn á sem varamaður gegn Rússum. Þrátt fyrir að leikið væri í gífurlegum í kulda í Rússlandi þá kom Buffon inn á í stuttermamarkmannstreyju eins og hann leikur alltaf í.


Buffon var á varamannabekknum hjá Ítölum í öllum leikjum liðsins á HM 1998 og þá gat hann ekki leikið á EM 2000 vegna þess að hann var puttabrotinn. Buffon lék hinsvegar alla leiki Ítala á HM 2002 og á EM í sumar.

Með Juventus byrjaði Buffon vel og fékk hann aðeins 23 mörk á sig í 34 leikjum í Serie A tímabilið 2001-2002. Juventus vann ítölsku deildina 2002-2003 og Juventus fékk aftur fæst mörk á sig. Buffon lék alla 15 leiki liðsins í Meistaradeildinni og þar á meðal úrslitaleikinn gegn AC Milan.

Hann hefur verið fastamaður í liði Juventus undanfarin tvö ár og hann framlengdi samning sinn við liðið til ársins 2009 fyrr á þessu ári. Buffon á yfir 50 landsleiki að baki fyrir Ítali en meðal annars lék hann þegar að liðið tapaði 2-0 fyrir Íslendingum á Laugardalsvelli í ágúst síðastliðnum.


Þessi skemmtilegi markvörður hefur einnig lent í vandræðum á ferlinum. Þegar að hann var hjá Parma valdi hann treyju númer 88 og féll það ekki vel í kramið hjá mönnum sem að eru á móti kynþáttarfordómum. Þeir töldu Buffon væri að vísa í áttunda bókstafinn í stafrófina og stendur fyrir “Heill Hitler”. Sjálfur sagði Buffon að honum fyndist þessi tala eingöngu vera flott.

Þá ku hann hafa lent í klóm lögreglunnar þegar að hann var á leið heim úr bikarúrslitaleik á Ítalíu og Porsche bifreið sinni. Lögreglan hélt að Buffon væri hryðjuverkamaður en það var allt á misskilningi byggt.

Buffon er þó góðhjartaður og hann fór meðal annars í heimsókn til veikra barna á sjúkrahúsi daginn eftir að Juventus varð ítalskur meistari.

Vissir þú þetta um Buffon:
Hann hefur tvö gælunöfn, ‘Gigi’ og ‘SuperGigi’.

Áhugamál hans eru fótbolti og púsluspil!

Átrúnaðargoð hans eru markverðirnir N'Kono (Kamerún) og Luca Marchegiani (Ítalíu)

Faðir Buffon var kúluvarpari og mamma hans var kringlukastari.

Hann er 190 cm á hæð og vegur 88 kíló.