Hversu oft er það búið að gerast að þessi maður kennir dómara um ef liði hans gengur illa? Af hverju er ekki bara hægt að spila sinn fótbolta og ef dómarinn stendur sig illa þá stendur hann bara sig illa, rétt eins og allir fótboltamenn gera. Það kemur náttúrulega aldrei til greina hjá honum að það var kanski bara hitt liðið sem var að standa sig betur. Og hvað gerðist fyrir nokkrum mánuðum þegar Chelsea gerði jafntefli við hitt fínasta liði Tottenham? Herra Mourinho kenndi þá um að spila leiðinlegan varnabolta. Er það ekki bara sjálfsagt að spila varnasinnaðan leik gegn eitt af besta liði heims? Svo þegar Arsenal vann Tottenham 5-4 í bráðskemmtilegum leik þá heyrðist bara rakk frá Mourinho á Arsenal fyrir að spila lélegan varnaleik. Ótrúlegt hvernig það er hægt að hafa svona neikvæða skoðun um allt.
Einnig finnst mér nokkuð að þessari tillögun um að fleiri stærri lið Evrópu fái séns á að komast áfram í Meistaradeildinni. Hvað er svona að því að gefa minni liðinum séns á að komast áfram? Var svona virkileg vonbrigði fyrir fótboltann í fyrra þegar Porto vann Meistaradeildina? Er spennandi að sjá alltaf þessi sömu stórlið í úrslitum?
Það hefur minnkað en ég er samt ósáttur með þessar dýfingar sem eru oft í leikjum. Það er eins og kastast alltaf jafn langt í burtu þegar það er aðeins ýtt við þeim og má sjá þá öskrandi í sársauka á jörðinni en þegar aðilinn sem tæklaði fær gula spjaldið þá er bara allt í lagi með hann.
If at first you don't succeed, then skydiving is definitely not for you.