Hér kemur svo smá úr leiknum, Smá yfirlit.

FYRRI HÁLFLEIKUR: Einfaldlega það besta sem við höfum séð til Liverpool í allan vetur. Frá fyrstu mínútu hálfleiksins til þeirrar síðustu var aðeins eitt lið á vellinum: Liverpool FC! Það var hreinlega stórkostlegt að horfa á liðið í fyrri hálfleiknum, menn voru sko reiðubúnir í slaginn og létu finna fyrir sér. Baros og Le Tallec voru út um allt að pirra varnarmenn Juve, García og Riise voru duglegir að nýta breiddina á vellinum og teygja þannig á þeim svart-hvítu og fyrir vikið höfðu Gerrard og Biscan helling af plássi … til að gjörsamlega salta miðjumenn Juventus. Þeir Blasi, Emerson, Nedved og Camoranesi hreinlega voru ekki með í fyrri hálfleik. Aftast var vörnin okkar síðan í banastuði og þar fyrir aftan var Scott Carson öryggið uppmálað og bar það alls ekki með sér að vera aðeins 19 ára og að spila sinn fyrsta Evrópuleik!

Mörk Liverpool voru sélega glæsileg, Hyypiä skoraði af markteignum með viðstöðulausu vinstrifótarskoti eftir hornspyrnu strax á 15. mínútu og síðan skoraði Luis García með frábæru langskoti (sjá myndir) utan af velli eftir hreinlega frábæra stoðsendingu hins unga Anthony Le Tallec. Í bæði skiptin steinsvaf vörn Juventus á verðinum og Gianluigi Buffon verður seint sakaður um þessi mörk, einfaldlega frábærar sóknir hjá okkar mönnum!¨

Nú, Ibrahimovic skaut í stöng og Carson varði frábærlega frá Del Piero í dauðafæri en að öðru leyti gerðu þeir ítölsku ekki mikið af viti fyrir hlé.

SEINNI HÁLFLEIKUR: Eftir hlé gerðist akkúrrat það sem maður óttaðist mest; okkar menn urðu stressaðir á boltanum og fóru að hugsa of mikið um að halda fengnum hlut og fá ekki á sig mark, í stað þess að ganga á lagið og halda áfram að kaffæra Juve-sóknirnar í fæðingu. Þá skipulagði Capello lið sitt betur í hálfleik og þeir komu ákveðnari til leiks og voru sterkari í seinni hálfleiknum - en þó hvergi nærri með sömu yfirburðum og við í þeim fyrri.

Maður sá að Ítölunum óx ásmegin eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og það var því bara samkvæmt gangi leiksins sem að þeir minnkuðu muninn þegar um hálftími var eftir. Eftir þunga sókn kom fyrirgjöfin fyrir og Cannavaro skallaði að marki frá nánast sama stað og Igor Biscan skoraði fyrir okkur á laugardaginn. Scott Carson misfórst handtökin og missti boltann klaufalega í netið, þótt skallinn væri fastur þá átti strákurinn að verja hann.

En … Carson er aðeins 19 ára, þetta var fyrsti Evrópuleikur hans og það enginn smá leikur, og hafa skal í huga að hann var að öllu öðru leyti algjörlega frábær í þessum leik. Eftir spilamennsku Carson í dag og á laugardaginn (og gegn Newcastle fyrir mánuði) er ég ekkert svo sannfærður um að Rafa taki hann út úr liðinu gegn Man City um helgina, þótt ég hugsa að Dudek spili seinni leikinn gegn Juventus eftir viku - reynslan ræður.

Eftir mark Juventus-manna gerðist nokkuð skrýtið, að mér fannst. Það var engu líkara en Ítalirnir væru sáttir við 2-1 tapið, sáttir að hafa skorað á útivelli, og gáfu verulega eftir. Okkar menn gerðu í raun slíkt hið sama og því einkenndist leikurinn síðustu 20 mínúturnar eða svo af miklum hraða en litlu samspili og miklum taugatitringi hjá báðum liðum. Þannig að á heildina litið mætti segja að 2-1 úrslit hafi verið sanngjörn niðurstaða fyrir þennan leik - þeir voru betri en við í seinni hálfleik og uppskáru mark að launum, en við vorum miklu, miklu betri en þeir í fyrri hálfleik og fengum tvö mörk fyrir.

Liverpool:

Carson: Er einungis 19 ára þvílík Reynsla fyrir hann þessi leikur. Hann ver á 30min frá Del piero á hreynt magnaðan hátt. Stendur sig vel í Fyrriháleik eins og allt Liverpool liðið. Fékk á sig klaufamark sem gæti kostað Liverpool fall úr Meistaradeildinni í ár. Einkunn 7.5.

Gerrard: Hann er allt Liðið eins og það leggur sig.
Hann var að taka stjörnur Juventus í Bakaríið hann brilleraði. Einkunn 8.

Garcia: Stóð sig afbragðs vel. Setti eitt af flottustu mörkum sem hafa litið dagsins ljós í meistaradeildinni í ár. Hann vann vel á miðjuni, var að hirða flest alla bolta sem til hans komu. Einkunn:7.5.

Hyypia: Finnin knái létt sitt ekki eftir liggja, Hann setti fallegt mark á 10 min eftir Þunga sókn Liverpool manna. Hann stóð sig vel í vörn jafnt sem sókn og á skilið einkunnina 7.

Carragher: Búinn að vera einn af mönnum Liverpool í vetur stóð sig mjög vel á vellinum hann og Hyypia eru “Killerar” í vörninni og ekkert fór framhjá þeim í Kvöld ( Þriðjudag ). Einkunn 7.

Finnan: Stóð sig vel í Vörninni í leiknum þú var hann sprækastur í Fyrriháleik eins og allt liðið eins og fyrr hefur komið fram, flottur leikur hjá kallinum og á skilið einkunnina 7.

Riise: Vann vinnuna sína vel. Ekkert meira um hann að segja. Einkunn: 6.5.

Traoré: Gerði allt rétt í leiknum. Hann og Vörnin stóðu sig afbragðs vel, Hann fær plús fyrir Hjólhestaspyrnuna sem hann reyndi í seinniháleik :) Einkunn 7.

Biscan: Búin að leyna á sér kallin hann er búinn að vera einn af betri mönnum liverpool í vetur. Létt ekki mikið af sér hveða í leiknum, En vann vinnuna sína rétt. Einkunn 7.

Le Tallec: Stóð sig svona dadara. Sendi flottan bolta á Garcia sem skoraði. Var skipt útaf í seinniháleik. Einkunn 6.5.

Baros: Sá er ekki að finna sig með Liverpool þessa dagana og klúðraði einu færi í Fyrriháleik. Stóð sig ekki vel. Tekinn útaf í seinniháleik. Einkunn 6

Varamenn: Smicer, Núnez stóðu báðir fyrir sínu.

Leikurinn endaði 2-1 fyrir Liverpool ágætis úrslit eingu að síður.
Einkannir voru á bilinu 6-8.