ég fann þessa grein eitthverstaðar og ákvað að deila henni með ykkur :)

Fótur fyrir fót
Mikið hefur verið rætt og ritað í Noregi um atvik sem gerðist í leik Molde og Sogndal ekki alls fyrir löngu. Odd Inge Olsen, leikmaður Molde, tæklaði Tommy Ören, leikmann Sogndal, mjög illa með þeim afleiðingum að Ören fótbrotnaði og óljóst er hvenær eða hvort hann spilar aftur knattspyrnu. Olsen fékk aðeins gult spjald fyrir brotið en hann hefur hins vegar ekki spilað síðan þar sem hann er langt niðri andlega. Hætt er þó við því að líðan hans væri ívið verri ef hann spilaði í deildinni í Sádi Arabíu.

Þar gilda mikið til muna strangari reglur ef einn leikmaður fótbrýtur annan. Þar er það ekki spurning um gult spjald, rautt spjald eða nokkra leikja bann heldur ríkir gamla máltækið “fótur fyrir fót”.
Hæstaréttardómstóll í Riyadh, höfuðborg Sádi Arabíu, hefur gefið út trúarlegan dómsúrskurð þar sem segir að leikmaður sem fótbrýtur annan leikmann þurfi að gjalda fyrir með eigin fæti.
Dómsúrskurðurinn gengur reyndar enn þá lengra því einnig er tekið hvaða refsing fylgi því að vera valdur að dauða leikmanns inni á vellinum. Refsingin fyrir það er líflát og að auki er þjálfari liðs þess leikmanns sem sekur er settur í lífstíðarfangelsi.
******************************************************************************************