Landsliðshópur Atla Atla Eðvaldsson gerir litlar breytingar á hópi íslenska landsliðsins sem mun mæta Maltverjum og Búlgörum 2. og 6. júní næstkomandi. Eina breytingin frá síðasta hóp er sú að Heiðar Helguson kemur inn í stað Ólafs Arnar Bjarnasonar úr Grindavík. Andri Sigþórsson er í hópnum en ekki er samt ljóst hvort hann geti verið með þar sem hann á við einhver meiðsli að stríða.

Hópurinn:
Árni Gautur Arason, Rosenborg
Birkir Kristinsson, ÍBV

Rúnar Kristinsson, Lokeren
Eyjólfur Sverrisson, Hertha Berlin.
Arnar Grétarsson, Lokeren
Þórður Guðjónsson, Derby County
Ríkharður Daðason, Stoke City
Hermann Hreiðarsson, Ipswich Town
Helgi Sigurðsson, Panathinaikos
Helgi Kolviðsson, SSV Ulm 1846
Brynjar Björn Gunnarsson, Stoke City
Tryggvi Guðmundsson, Stabæk
Auðun Helgason, Lokeren
Pétur Marteinsson, Stabæk
Heiðar Helguson, Watford Town
Arnar Þór Viðarsson, Lokeren
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea
Andri Sigþórsson, SV Salzburg.



Það er aðeins einn nýliði í U-21 árs landsliðshópi Sigurðar Grétarssonar fyrir leikina gegn Maltverjum og Búlgörum 1. og 5. júní næstkomandi. Það er Atli Þórarinsson sem kemur frá Örgryte í Svíþjóð.