Eins og flestir vita verður Liverpool - Juventus í kvöld. Hann verður á Anfield (heimavelli poolara)klukkan 18:30 (ekki missa af honum). Þess má geta að 20 á eru liðin frá Heysel slysinu á úrslitaleik meistaradeildar milli þessa liða. Fyrir þá sem ekki vita réðust liverpool fans á aðra gaura með þeim afleiðingum að einn Belgi og 20 Ítalir Drápust. Ég efast um að margir búist við endurtekningu af því í kvöld.
því miður finnst mér leiðinlegt að sýna það sem Benítez sagði fyrir leikinn… neinei
“Juventus eru mun sigurstranglegri fyrir leikinn. Þeir hafa meiri reynslu og frábæra leikmenn. Maður sér sjaldan frábæra leikmenn í lélegum liðum. Juventus hafa góða leikmenn eins og Pavel Nedved og Alessandro del Piero en það er samvinna liðsins sem gerir þá svona góða” segir benítez.
en fabio capello er þessarar skoðunnar:
“ Anfield hefur betra andrúmsloft en allir aðrir enskir leikvangar og það getur hjálpað þeim mjög mikið. Til að ná góðum úrslitum verðum við að vera einbeittir, ákveðnir og spila með miklum karakter. Það er yndislegt andrúmsloft þarna og ég er stoltur yfir því að vera þjálfari Juventus sem er að spila við Liverpool 20 árum eftir Heysel slysið. Besta leiðin til að leggja það kvöld til hliðar er að spila góðan leik núna”. Mjög mismunandi skoðanir hér á ferð.
(ég vil benda á að þó að þetta sé svipað hjá fótbolta.net er þetta ekki efnistaka)
gleði fréttir fyrir liverpool því alonso og dudek spila báðir í kvöld svo má þess geta að pellegrino er meiddur og ég dreg þá ályktun að hyypia spili. Trezeguet nær einnig að keppa.
Saga liðana úr meistaradeildinni þetta árið
Þess má geta að síðustu þrír leikir hafa farið 3-1 til poolara
Og að juventus hefur ekki unnið á englandi í 5 leiki. hyypia hefur spilað allan tíman í öllum leikjum í meistaradeildinni þetta árið ásamt ibrohamavich og zambrotta.
( ég vil benda á það að þetta lítur út eins og efnistaka en það er þannig að ég fékk smávægilegar upplýsingar þaðan sérstaklega saga liðana)