Gaman verður að sjá hvort McClaren getur gert almennilegt lið úr Boro því lítið hefur gengið hjá þeim miðað við ágætan mannskap. Hins vegar er nú spurningin hvað verður um United þegar Ferguson hættir, en oft hefur verið talað um McClaren sem eftirmann Ferguson.
Hins vegar eru margir aðrir hæfir knattspyrnustjórar til(og hver segir að McClaren sé sá besti í starfið eftir allt saman?) og samkvæmt frétt í dag eru United til í að segja upp samningi Ferguson strax og hafa víst sett upp óskalista með fjórum nöfnum manna sem þeir vilja helst að taki við, en þeir eru:Ottmar Hitzfeld og Hector Cuper, stjórar Bayern og Valencia, og einnig David O'Leary og einnig Martin O'Neill.
Það ber þó að taka þessari fullyrðingu með fyrirvara því Paddy Harverson, almannatengslastjóri Manchester United, sagði í samtali við RedNews, að þessi saga væri ósönn.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _