Brian McClair er ekki á því að Sir Alex Ferguson muni fara frá Manchester United áður en samningur hans rennur út.
“Það að Sir Alex Ferguson muni labba í burtu frá United núna einu ári áður en samningur hans rennur út er óhugsandi fyrir alla þá sem þekkja hann.”
“Hann er ekki dugleysingi. Hann hefur aldrei hætt með eitthvað eftir því sem ég man og ég get ekki séð það sem möguleika jafnvel þótt það sé smá stirt milli hans og stjórnarinnar núna.”
“Hvað hann varða þá á er enn mikið eftir að vinna og hann ætlar að vinna það á seinasta tímabili sínu með United. Hann vill örugglega vinna deildina og Meistaradeildina því úrslitaleikurinn fer framm á Hampden Park í heimaborg hans, Glasgow. Það eitt og sér er nóg til að halda honum í starfi.”
“Stjórnin mun spila úr málunum af varkárni svo þessi mál sem Sir Alex og stjórnin eru ósátt um munu alltaf verða þannig að báðir aðilar þurfa að gefa pínueftir og reyna að skilja vandamál hvors annars. Það þýðir vandamál fyrir báða aðila.”
“Sir Alex mun samt bera úr býtur sigur því hann hefur sagt að hann muni berjast fyrir máli sínu og hann mun fá peninginn sem hann þarf. Hann vill taka seinasta tækifærið sem býðst til að fara með United til Glasgow og vinna Meistaradeildina, æðsta heiður sem býðst liði.”
“Ef hann labbar í burt núna þá mun hann iðrast þess alla ævi.”