KR spilaði við Leiftur í kvöld á ólafsfirði og endaði leikurinn í markalausu jafntefli.
Sorglegt fyrir bæði lið því að KR er að missa af mikilvægum stigum í toppbarráttunni og skilja Fylki eftir með pálamann í höndunum. Nú þarf Fylkir bara að halda haus og þá er titillinn þeirra. Það má þó segja að bæði lið eigi erfiða leiki eftir því framundan eru hjá Fylki leikir við Keflavík, Grindavík og ÍA. KR á eftir Grindavík, ÍBV og Stjörnuna.
ÞAð má segja að bullandi spenna sé hlaupinn í deildina og verður gaman að fylgjast með þeim 3 umferðum sem efir eru í deildinni.
Leiftur er í bullandi botnbaráttu og er nánast hægt að segja að liðið sé 98% fallið. Það þarf eitthvað kraftaverk til að halda þeim. Reyndar á Leiftur eftir leiki við Stjörnuna, Fram og Keflavík. Öll þessi lið eru í neðri hluta deildar og eins og staðan er í dag geta þau öll fallið.
Það verður gaman að fylgjast með restinni af þessu sumri. Það má eiga von á óvæntum úrslitum í komandi leikjum.
Nóg raus í bili… Xavier@hugi.is