Viðtal við Eið Smára;)
Hin hliðin - Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen er fyrirliði íslenska landsliðsins og leikur einnig með ríkasta knattspyrnufélagi heims, Chelsea og hefur haldið sæti sínu í liðinu þrátt fyrir ótakmörkuð fjárráð félagsins til leikmannakaupa. Hann er án efa besti knattspyrnumaður sem við Íslendingar eigum í dag og jafnvel sá besti sem við höfum átt. Eiður Smári sýnir á sér Hina hliðina á Fótbolti.net í dag.
Fullt nafn: Eiður Smári Guðjohnsen
Gælunafn: Guddi
Aldur: 25 ennþá
Giftur/sambúð: Sambúð
Börn: Tveir strákar tveggja og sex ára
Hvað eldaðir þú síðast? Það hefur verið eitthvað létt og laggott. Nei það var einhver fiskiréttur, hörpuskelfisk og risarækjur. Það eru ábyggilega að verða tvö ár síðan.
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Skinku, sveppi og Pepperoni
Hvernig gemsa áttu? Nokia veit ekki númerið á honum
Uppáhaldssjónvarpsefni? Friends
Besta bíómyndin? Snatch
Hvaða tónlist hlustar þú á? R&B
Uppáhaldsútvarpsstöð? Létt 96,7
Uppáhaldsdrykkur? Kók
Uppáhaldsvefsíða? Fótbolti.net
Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?)? Mjög. Fer alltaf í allt vinstramegin á undan. Alltaf vinstri legghlífina, vinstri sokkinn og skó á undan hægri. Þetta er heil rútína. Fæ mér alltaf tvær tyggjóplötur í upphitun, skirpi þeim út úr mér og fæ mér aðrar tvær fyrir leik þetta er eiginlega heil rútína.
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Með því að skora
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Fimleikafélagi Hafnarfjarðar (innsk.blm. Við hlið Eiðs sat Arnar Þór Viðarsson leikmaður Lokeren í Belgíu sem er alinn upp hjá FH.)
Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Arnór Guðjohnsen
Erfiðasti andstæðingur? Ég sjálfur, eða nei Sol Campbell
EKKI erfiðasti andstæðingur? Hermann Hreiðarsson
Besti samherjinn? Damien Duff
Sætasti sigurinn? Að vinna Arsenal í Champions League í fyrra.
Mestu vonbrigði? Að detta út í Champions League á móti Monaco
Uppáhalds lið í enska boltanum áður en að þú fórst að spila þar? Tottenham, sorglegt. Þetta var þegar að ég var ungur og vitlaus
Uppáhaldsknattspyrnumaður? Ronaldo og Hermann Hreiðarsson
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Arnór Guðjohnsen
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Arnar Þór Viðarsson, held að hann eigi mikið inni
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Wayne Rooney og Francis Jeffers
Fallegasta knattspyrnukonan? Pass
Grófasti leikmaður deildarinnar? Alan Smith
Besti íþróttafréttamaðurinn? Bjarni Fel
EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Gaupi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Birkir Kristinsson líka þekktur sem segullinn
Hefurðu skorað sjálfsmark? Nei
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Tryggvi Guðmundsson í yngri flokkum fékk hann gula spjaldið frá dómaranum. Hann reif spjaldið af dómaranum, spjaldaði dómarann og reif það svo í tvennt. Hann var rekinn út af í kjölfarið og var ekki sáttur. Það sýndi hans geðveiku hlið þegar að hann var yngri en hann hefur róast aðeins strákurinn.
Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Nei en ég gerði það þegar að ég var yngri en núna hef ég ekki tíma í það, því miður
Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 15 ára með Val
Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Besta fótboltasíða sem að ég hef séð
Kíkir þú oft á Fótbolti.net? Ég er alltaf á henni
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Þrjú horn í röð yrði víti
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Mick Jagger
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Leikskipulag eða taktík og allt sem að er gert án bolta er leiðinlegt
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Heima er best
Hvað er frægasta persónan sem að þú ert með í farsímanum þínum? Robbie Williams
Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Svona fimm mínútur
Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Tryggvi Guðmundsson alltaf létt yfir honum
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já já eitthvað, ekki mikið
Hver er uppáhalds platan þín? Best of Lionel Ritchie
Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Ég held að það séu svona tólf ár síðan
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas, Pretador
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Smíði eða handavinnu, hef aldrei þótt handlaginn
Hvaða framherja hjá Chelsea viltu helst spila með frammi? En með íslenska landsliðinu? Alveg sama bara ef ég spila þá er ég hress
Þú ert þekktasti knattspyrnumaður okkar Íslendinga. Hvernig gengur þér að fá frið fyrir ágangi almennings hér á landi? En erlendis? Ágætlega á báðum stöðum. Kannski gefið eiginhandaráritanir stundum og lent á spjalli við fólk en ekkert áreiti svo sem
Hvað langar þig að taka þér fyrir hendur þegar knattspyrnuferlinum lýkur? Fara í forsetaframboð, sagði Eiður Smári skellihlæjandi!