Ríkharður óánægður með dvölina í Stoke
Ríkharður Daðason, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir í viðtali við norska blaðið Rogalands Avis að hann sé argur og óánægður með tímabil sitt hjá Stoke, og sjái mikið eftir því að hafa ekki framlengt samning sinn við Viking í Noregi. Hann segir að Guðjón hafi lofað sér að sóknarleikur liðsins myndi verða byggður upp með hann í fremstu víglínu, en það hafi hann ekki gert. “5:3:2 leikaðferð liðsins hefur ekki hjálpað mér við að skora mörk” segir kappinn. Ríkharður er nú í Portúgal, en þangað fór hann strax eftir að Stoke féll úr keppni um laust sæti í fyrstu deild. Hann segist ætla að hugsa sinn gang, en að hann muni ekki leika annað tímabil þessu líkt, sem líkist helst martröð.