Eins og flestir vita þá er 16 liða úrslitum meistaradeildarinnar lokið eftir leik Inter og Porto á þriðjudaginn.
Þetta eru úrslitin:
Chelsea 5 - 4 Barcelona (1-2 + 4-2)
AC Milan 2 - 0 Man Utd (1-0 + 1-0)
Lyon 10 - 2 Bremen (3-0 + 7-2)
Juventus 2 - 1 Real Madrid (0-1 + 2-0)
Leverkusen 2 - 6 Liverpool (1-3 + 1-3)
Monaco 0 - 3 PSV Eindhoven (0-1 + 0-2)
Arsenal 2 - 3 Bayern (1-3 + 1-0)
Inter 4 - 2 Porto (1-1 + 3-1)
Það fer auðvitað allt eftir því hvaða lið mætast í 8 liða úrslitunum en ef það er mögulegt held ég að Chelsea og Lyon eiga eftir að keppast í úrslitunum. Ástæðan er að bæði þessi lið hafa spilað ótrúlega vel undanfarið. Chelsea vann að mínu mati besta lið í heimi - Barcelona!!
Chelsea eru líka nánast búnir að vinna Premier league. Lyon eru búnir að koma mjög á óvart og þá sérstaklega með 10-2 sigri sínum á móti Bremen sem er ekkert lélegt lið og eru hátt á listanum í Bundesliga. AC Milan finnst mér líka eiga mjög góðan möguleika en ég held samt að Chelsea og Lyon séu betri akkurat núna.
Ég hefði viljað sjá eitthvað spænskt lið vinna meistaradeildina og mér fannst það hryllilegt þegar öll spænsku liðin duttu úr deildinni.
En maður skilur þetta auðvitað þegar maður hugsar útí það að Barcelona fékk að mæta Chelsea sem eru í fyrsta sæti í Premier league og Real Madrid kepptu við Juventus sem eru í fyrsta sæti (og Milan) í Serie A!
Hvað haldið þið annars?
Hvernig fer þetta og hverjir vinna meistaradeildina í ár??
Kv. StingerS