Samkvæmt fréttaskeytum frá Englandi í dag þá er fastlega búist við því að Steve McClaren, hægri hönd Sir Alex Ferguson, taki við liði West Ham í þessari viku.
Manchester United hefur verið að gera allt sem þeir geta til þess að halda í hann en sú staðreynd að McClaren fái líklegast ekki að taka við United af Ferguson hefur gert það að verkum að hann sé tilbúinn að taka við öðru liði. Stjórn Man. Utd. vill víst fá stærra nafn með meiri reynslu til þess að taka við af Ferguson.
Það að United sé að missa af McClaren fer víst rosalega í taugarnar á Ferguson því McClaren er annar þjálfarinn sem Ferguson missir, því Brian Kidd fór til Blackburn á sínum tíma.