Vialli hefur heldur betur hafist handa við hreinsun hjá Watford. Heiðar fær að vera enda á hann eftir að láta að sér kveða en Vialli ætlar að skipta um aðstoðarmenn og hefur sett sex menn á sölulista. Neil Cox, David Perpetuini og Clint Easton fengu skilaboðin um daginn og síðan Peter Kennedy sem er Norður- írskur landsliðsmaður, Steve Palmer og fyrirliðinn Robert Page. Nú hefur Watford líka gefið út að fleiri verði ekki seldir að sinni. Tækifæri fyrir Guðjón að kíkja í kringum sig? Vialli vill ólmur fá vin sinn Dennis Wise og Gustavo Poyet - sem er á sölulista- og einnig Jody Morris Chealsea menn. ólíklegt finnst mér að Morris fari niður um deild en spurning með hina.
Frétt no 2 er að Leedsmenn ætla að setjast niður með Viduka og bjóða honum lengdan samning og slatta meira í laun. Óþarflega mörg lið eru að falast eftir honum og bjóða mikinn pening og svaka laun þannig að Leeds sér sér ekki annað fært. Viduka vill endilega vera áfram og segist ætla að gera enn betur næsta vetur en hann setti 22 stykki í vetur.