Pavel Nedved hefur ekki viljað framlengja samning sinn við Lazio sem rennur út eftir eitt ár. Hann á sér þann draum að spila með Man Utd (ótrúlegt en satt) og vonar að þeir bjóði aftur í sig en þeir reyndu í fyrra. Það hefur sosum verið rætt í tvö ár að hann eigi eftir að fara til Skumsaranna en ég vona ekki, hann er djöfull góður. Málið er bara að hann er 28 ára og Skumsararnir hafa sagt að þeir vilji yngri menn sem dugi lengi, lengi. Það er dálítið mikið að borga 20 + millur en hann er vibba góður.
Slæmu fréttirnar eru að Gaizka Mendieta fer ekki í enska boltann eins og ég vonaði, hann er sennilega á leiðinni til Lazio. Valencia hefur boðist tilboð uppá 16,5 millur í dollurum og Claudio Lopez aftur en sem hefur verið á ítalíu í eitt ár. Hinsvegar þurfa Ítalarnir örugglega að bjóða betur því merkimiðinn á Mendieta er talsvert hár. Stjórnarformaður Valencia, Pedro Cortes segir þó að hann myndi ekki einu sinni skipta á Mendieta og Zidane en eretta ekki alltaf spurning um péééninga?
Javi Moreno virðist ekki heldur á leið til Englands en Aston Villa og Middlesborough voru að eltast við hann. Hann ætlar víst að skrifa undir 4 ára samning við AC Milan sem borgar 8,5 millj. dollara. Talið var að hann myndi kosta 6-7 millur punda þannig að það stemmir.
Þetta ætti kannski að vera á ítalska bolta en þetta eru snilldarkappar sem allir þekkja (og vilja hafa í sínu liði).