
Slæmu fréttirnar eru að Gaizka Mendieta fer ekki í enska boltann eins og ég vonaði, hann er sennilega á leiðinni til Lazio. Valencia hefur boðist tilboð uppá 16,5 millur í dollurum og Claudio Lopez aftur en sem hefur verið á ítalíu í eitt ár. Hinsvegar þurfa Ítalarnir örugglega að bjóða betur því merkimiðinn á Mendieta er talsvert hár. Stjórnarformaður Valencia, Pedro Cortes segir þó að hann myndi ekki einu sinni skipta á Mendieta og Zidane en eretta ekki alltaf spurning um péééninga?
Javi Moreno virðist ekki heldur á leið til Englands en Aston Villa og Middlesborough voru að eltast við hann. Hann ætlar víst að skrifa undir 4 ára samning við AC Milan sem borgar 8,5 millj. dollara. Talið var að hann myndi kosta 6-7 millur punda þannig að það stemmir.
Þetta ætti kannski að vera á ítalska bolta en þetta eru snilldarkappar sem allir þekkja (og vilja hafa í sínu liði).