Tveir seinustu leikir annarrar umferðar fóru fram í kvöld. Í Vesturbænum fór stórleikur umferðarinnar fram í miklu roki. Skagamenn höfðu yfir í hálfleik eftir stórglæsilegt mark frá Grétari Rafni Steinssyni. Hann átti fast skot fyrir utan teig og boltinn fór beina leið í netið þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Þegar komið var á 60 mínútu gerðu Skagamenn sig seka um hræðileg varnarmistök sem Einar Þór Daníelsson nýtti vel og jafnaði metinn. Það var síðan Frakkinn Moussa Dagnogo sem tryggði KR sigurinn þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. Markið var hálf slysalegt og Ólafur Þór örugglega mjög ósáttur með að hafa fengið það á sig. Stigin þrjú hefðu þess vegna getað endað á Skaganum en KR-ingar væntanlega drullusáttir með það að hafa innbyrt sín fyrstu stig í sumar.
Í Vestmannaeyjum var FH í heimsókn og var ekkert mark skorað. Þetta er því fyrsti leikurinn sem endar með markalausu jafntefli í sumar.
—
Úrslit í annarri umferð:
Keflavík - Fylkir 2-1
1-0 Haukur Ingi Guðnason (13)
2-0 Guðmundur Steinarsson (67)
2-1 Sverrir Sverrisson (70)
Valur - Grindavík 0-1
0-1 Matthías Guðmundsson (61)
Breiðablik - Fram 1-0
1-0 Þorsteinn Sveinlaugur Sveinsson (17)
ÍBV - FH 0-0
KR - ÍA 2-1
0-1 Grétar Rafn Steinsson (42)
1-1 Einar Þór Daníelsson (59)
2-1 Moussa Moustapha Dagnogo (83)