Man City ráku í dag Joe Royle, þetta kemur mjög á óvart þar sem forráðamenn City sögðu fyrr í þessum mánuði að hann yrði áfram við stjórnvölin, þó að liðið félli með tilheirandi kostnaði, reyndar var samband Royles og stjórnarformansins ekki upp á marga fiska og talið er að rifridli þeirra á milli hafi gert útslagið.
Næsta tímabil verður erfitt fyrir City þar sem þeir sjá fram á að missa nokkra af sínum bestu leikmönnum, auk þess þeir eru að moka peningum í nýjan leikvang, sem gæti orðið erfitt að fjármagna þar sem fallið er talið kosta félagið um 20m punda.
Þetta kom mér persónulega á óvart þar sem Joe Royle er frábær stjóri, og sýndi það með því að koma þeim úr 2. deild upp í úrvalsdeild á 2 árum.