CAMPBELL- Ég heimta niðurstöðu!
Þetta er nú orðið ansi langþreytt, það sem við Spurs-menn höfum þurft að búa við í fleiri, fleiri ár: “Fer Sol Campbell eða ekki”. Alltaf hefur þessi spurning poppað upp mörgum sinnum á tímabili alveg síðan konungur “sítt að aftan”-greiðslnanna Gerry Francis var stjóri hjá klúbbnum. Persónulega vill ég fara að fá niðurstöðu. Ég er búinn að sætta mig við að hann verður ekki endalaust hjá klúbbnum (ekki frekar en Owen hjá Liverpool..sanniði til eftir 2 ár) þar sem hann er búinn að skila u.þ.b. 8 árum á sínum atvinnuferli til klúbbsins. Sorglegast er þó að klúbburinn skuli ekki fá neitt fyrir hann. Auðvitað vill ég halda honum en hefðu fengist 10-15 milljónir punda fyrir hann ef stórlið UTAN Englands myndi bjóða, myndi ég ekki gráta það. Ef hann myndi velja Man. Utd. væri vottur um METNAÐARLEYSI hjá honum og er hann meiri maður en það. Breiddin í vörn liðsins hefur aukist mikið með unga framtíðarmenn í lykilstöðum (Carr, Young, Gardner, Thatcher, Taricco, Thelwell) og nú síðast með kaupunum á júgganum, fyrirliða Rauðu Stjörnunnar. Þessir menn eiga það skilið að fá að vita hvert framtíðarskipulag varnarinnar á að vera og þess vegna vill maður fá að vita það endanlega hvort Campbell fari eða semji til næstu ára. Þessi endalausa óvissa setur allt úr skorðum.