
Valur og Grindavík léku á Hlíðarenda og þar höfðu Valsmenn betur. Matthías Guðmundsson skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu. Valsmenn, Breiðablik og Keflavík eru því með sex stig eftir tvo leiki. Þessum liðum var spáð frekar slæmu gengi í sumar en þau ætla sér greinilega að afsanna þær spár.
Umferðinni lýkur í kvöld með tveimur leikjum. KR-ingar fá ÍA í heimsókn í beinni á Sýn og FH mætir ÍBV í eyjum. Sá leikur átti að fara fram í gær en var Frestað.