Alan Smith sennilega í hópinn á ný.
Þar sem Andy Cole er í banni í næsta landsleik er talið að Svenni Ericson velji Alan Smith í hópinn. England spilar vináttuleik gegn Mexico á föstudaginn og sagt er að Fowler, Owen, Heskey og Sheringham verði þarna. Hópurinn verður tilkynntur í dag, sunnudag og Gary Neville og Sol Campbell eru meiddir en spurning hvort Keown og Southgate komi inn en þeir hafa ekki verið með í undanförnum leikjum landsliðsins. Alan Smith hefur sett 16 mörk í vetur og myndað ansi skætt par með Viduka. Hins vegar hefur hann fengið ellefu sinnum gult og þrisvar rautt í vetur en hefur samt verið miklu spakari en á síðustu leiktíð. Mér finnst Smith langduglegasti senterinn í enska boltanum og vinnur rosalega fyrir aðra. Hann verður algjör hetja eftir nokkur ár og eins gott að Juventus fékk hann ekki í fyrra fyrir 10 millur eins og þeir vildu.