ÖÖnnur umferð Símadeildarinnar hófst með leik Breiðabliks og Fram í dag. Blikar sigruðu Blámennina, 1:0 á Kópavogsvelli, og hafa því sigrað í báðum leikjum sínum í deildinni. Eina mark leiksins kom á 17. mínútu þegar Þorsteinn Sveinsson skoraði eftir hornspyrnu Kristófer Sigurgeirssonar, fyrrum Framara. Safamýrarpiltar hafa því tapað tveim fyrstu leikjum sínum í deildinni sem veitir ekki á gott því Frömurum er spáð erfiðu sumri og þurfa að fara að safna stigum sem fyrst.
Lítið var um marktækifæri í leiknum. Kristján Brooks, Breiðablik, fékk gott færi í fyrri hálfleik sem hann náði ekki að nýta og svo björguðu Blikar á línu í upphafi síðari hálfleiks.