Síðasta þriðjudag ákvað ég að skella mér á Players ásamt bróðir mínum í þeirri von að sjá Juventus rústa Real Madrid. Í þessari þungu þoku útum allt löbbuðum við heila 500 metra að svæðinu en nei einhverjar Liverpool fótboltabullur voru búnir að hertaka stærri salinn af players og við vorum frekar fúlir, tékkuðum í litla pool salinn en neii þar var Bayern Munchen - Arsenal í gangi. Þar sem að við vorum ágætir stuðningsmenn Bayern Munchen þá horfðum við bara á hann í staðinn fyrir ekki neitt. Þarna voru askoti skrautlegir Arsenal aðdáendur og frábær upphitun fyrir leikin sem var bresk sápuópera sem hét sommerville eða eitthvað rugl.Það sem eg pældi fyrst í með bróðir mínum var sjálfstraust liðanna. Nú Bayern hafði nýlega unnið erkifjendurna í Dortmund 5-0 en ekki síður var sjálfstraustið hjá Arsenal sem náði 1-1 jafntefli við Sheff Utd. Síðan var þetta markmannakjaftæðið, ég segi bara hvað er Jurgen Klingsman að spá að taka Jens Lehman í staðinn fyrir Oliver Kahn sem er þrisvar sinnum betri en þessi arsenal tussa sem getur ekki rassgat!
En jæja leikurinn loksins byrjaði og bæði liðin voru fín í byrjun þegar Kahn kom með langt og fallegt útspark og Toure sem er í vörninni hjá Arsenal náði að skalla og bjó til fallegt færi fyrir Claudio Pizarro þakkaði vel fyrir sig og negldi honum rétt við hliðina á Lehman sem var og hægur í boltann. “JESSS JeSS” öskruðum við alveg haha en við vorum því miður einu stuðningsmenn Bayern af c.a. 60 manns en þetta var flott mark. Eins og enski lýsandi sagði þá var þetta “Poor defending”. Bayern var þá miklu betri í leiknum og yfirspiluðu Arsenal sem komust ekki neitt framhjá þessari frábæru vörn þeirra.
Á 35 mínútu skoraði Pizarro annað mark sitt í leiknum eftir skallaeinvígi við Toure úr aukaspyrnu eða horni. Þetta var bara helvíti skemmtilegur leikur hugsaði ég :). Fyrri hálfleikur þá voru Bayerar miklu betri og í seinni þá voru þeir líka betri. Svo kom 3 mark Bayera eftir sendingu Martin Demichelis inn fyrir og Lehman kom út og potaði einhvernveginn lítilslega í hann, Hasan Salihamidzic skoraði svo auðveldlega . Eitthvað var farið að pirra Arsenal þegar Lauren fór upp hægri kantinn og missti hann aðeins frá sér, Lizarazu var kominn í boltann þegar hann stökk upp í loftið og bombaði tveim fótum í Lizarazu og fékk GULT ! Þetta var svakalega glórulaust og hefði átt að fá beint rautt en slapp fáranlega.. Arsenal reyndi einhverjar skyndisóknir en ekkert gekk. Síðustu mínútunum fengu Arsenal aukaspyrnu. Gefið var fyrir og Bayerar fengu tvær tilraunir til að skora en sauðurinn Toure náði seinustu snertingu í markið.
Þannig endaði hann 3-1 fyrir Bayer og ég nokkuð sáttur, þótt að það hafi vantað snillinginn Mikael Ballak þá unnu þeir þetta auðveldlega og hefðu getað bætt við, bara klaufar.