Hann sagði nú sjálfur að liðið sem að vinnur ensku deildina þarf að spila með hausnum en ekki hjartana og hann sannaði í leiknum við Barcelona að hann er mjög gáfaður þjálfari.
Þessi hugsunarfótbolti hans er frábær fyrir Chelsea þótt að það sé kannski ekki alveg eins skemmtilegt að fylgjast með þessu!
Hann notaði einhvers konar 5-4-1 taktík en stundum gat maður haldið að þetta var einhvers konar 8-2-0 spil því að það var bara hugsað um vörn og ekkert annað. Mourinho var ekkert að spá í að skora neitt í þessum leik. Það kemur í London í mars.
Chelsea fengu mark í fyrri hálfleik. Mark sem að enginn bjóst við. Þetta var sjálfsmark af Beletti en Beletti gerði þetta bara vel því að hann var bara að reyna að blokka boltann. Hefði hann ekki snert boltann hefði hann farið til Cole sem að hefði hvort sem er skorað.
Mourinho hugsaði semsagt vel í þessum leik með mikilli og góðri vörn. Það eina sem mér fannst ekki nógu gott hjá honum var að leifa Drogba að halda áfram að spila í seinni hálfleik. Drogba var þegar kominn með gult spjald og var alltaf að gera eitthvað heimskulegt og spilaði bara ekki vel. Mér finnst að Eiður hefði átt að koma inn í byrjun seinni hálfleiks, áður en að Drogba fékk þetta rauða spjald sem að Barcelona meiga þakka fyrir. Útaf spjaldinu færðist boltinn algjörlega yfir á vallarhelming Chelsea og vörnin þurfti að standa sig. Þegar svo Maxi López var skipt inná í Barcelona breyttist leikurinn og hann var að mínu mati besti maðurinn á vellinum. Hann skoraði fyrst mark og svo ætlaði hann að skjóta og hitti á Eto'o sem að skoraði 2-1 markið. Chelsea spilaði virkilega vel og vörnin stóð sig alveg ótrúlega vel. Það komu engin stór færi fyrir Chelsea en það sást alveg að Mourinho var ekkert að búast við því!
Frábær úrslit fyrir José Mourinho sem að er held ég miklu ánægðari heldur en Frank Rijkaard. Mourinho veit að Chelsea var með 10 menn í næstum því öllum seinni hálfleiknum og hann veit líka að þeir eiga heimaleikinn eftir. Þar spái ég Chelsea sigri.
Ég hef sjaldann séð þjálfara hugsa svona vel.
Kv. StingerS